5.11.2006 | 18:27
Fáráður skrifar
Mér hryllir við því að Steinun Valdís fái hroll af því að einhver nálgast óþægilegan sannleika í orði, þar er kanski of bjartsýnt að vonast til að það verði á borði þegar atkvæða veiðarnar eru í höfn.
Kanski Steinun Valdís vildi gera mér grein fyrir því hvar munurinn er, hefur Steinun Valdís lesið boðskap spámanns múslima með eigin augum eða hefur hún bara fengið þægilega túlkun frá "kunnugum" í fræðunum.
Hvað segir þú um það fröken, ef ég færi fram á að þú til dæmis: pakkar þér í heilþekjandi klæði, að öðrum kosti gætir þú orðið fyrir grjóthríð, að þú látir ekki sjá þig á almannafæri eða á skemmtistöðum, að þú ekki sitjir við hliðina á manni þínum eða(syni ef þú átt) og horfir á íþróttaleik, að þú hafir ekki rétt til að láta skoðun þína í ljós með kosningarétti, að þú megir ekki keyra bíl, og svo framvegis? Er ég þá rasisti, við erum af ólíku kyni, þú ert kona og ég er karl.
Því miður virðist þú ekki hafa "hundsvit" á mannlífi og ólíka þenkjandi að mínu mati, hefur þú lesið um "djöfulskapinn og ógnanir þær" sem íslenskar konur þurftu að taka tillit til á meðan þær voru að krefjast kosningaréttar, getur það verið að sumar hverjar hafi verið hræddar á meðan á stóð, jafnvel fengið einn eða tvo á kjaftinn?
Það er hugsanlega afleiðing allsnægtar sem þú ert uppalin við á Íslandi hinu "góða", eins og við syngjum um jól, að þú ekki veist betur.
Ég vona að kynsystur þínar og þú gerið ykkur bráðlega grein fyrir hvað það getur verið stutt í "hrunið", hvernig sem það lýsir sér, það getur orðið sárt að lækna sjúkdóminn þegar hann hefur fest sýnar rætur of víða, þetta fjallar ekki um "rasisma", það er nær að segja "kúltúrismi" og með sannleika og einlægni, þá er sá "kúltúr" við höfum ákveðið í gegnum tíðina með mörgum stórum slag og hávaðasömu rifrildi, að mörgu leiti betri en annarra, það er að segja fyrir Ísland, aðrir sjá um sig og sitt,
Fáráður
Skoðanir Magnúsar vekja Steinunni hroll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skil ekki þetta að ef "fólk" hefur skoðanir á innflytjendum þá er maður kynþáttarhattari. Ég er samála því sem þú skrifar 100%
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2006 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.