24.10.2007 | 09:28
Þetta er glæpsamlegt, hvernig sem á það er litið !!!
Samtök norskra útvegsmanna segjast efast um að íslensk skip hafi veitt 33 þúsund tonn af makríl í sumar, sem síðan hafi verið landað til bræðslu og lýsisvinnslu. Einhver Kristinn Pétursson höfðingi úr Bakkafyrði er að hella úr eyrunum á sér yfir því að bræður okkar norðmenn séu að leyfa sér að efast um heilindi hins stóríslenska útgerðarmanns, ég verð alveg sjóveikur þegar ég spái í þetta, það er fyrir það fyrsta algjört brjálæði að skítfiskirí sé leyft yfir höfuð, að bræða makríl eða síld er eins heimskulegt og heimskulegt getur verið, að vera að búa til dýrafóður í McDonalds stíl og setja eldisdýr á skyndibitafæði með öllum þeim viðbjóð sem blandað er í þetta fóður, þá meina ég rotvarnarefni, fyrirbyggjandi fúkkalyfja ísettningu, með mörgu öðru sem ég man ekki nöfnin á í augnablikinu nú á meðan ég skrifa þennan pistil.
Ég verð að láta það fjúka hér að mér fynnst eins og að þessi Bakkfyrðingur sé ekki alveg heill í sínum málfluttningi og það er smá skítalykt af því sem hann lætur vaða og sjálfsagt er hann ekki neitt sérstaklega iðinn við að skoða spegilmynd sína eða sinna, kanski hann hafi bara spéspegil heima:) það er náttúrulega alveg hræðilega dónalegt af nojurum að gagnrýna okkur, en ég held nú að þeir hafi eitthvað sér til sannleiks um þetta mál, ekki þar með sagt að þeir séu neitt betri, en þeir eru jafn kristnir og bankamennirnir og konurnar á Ísalandi og ekkert feimnir við að kasta grjóti úr glerhúsinu sínu, enda hafa þeir nóg af seðlum til að kaupanýjar rúður ef einhver kastar til baka og hittir í mark.
Það er kanski óvitlaust að nefna það í þessu samanhangi að ég keypti fisk í heildsölu í Osló hér um daginn og fékk fallega pakkaðan Þorsk veiddan úr Atlandshafi, skorinn og pakkaðan í Kína,!!! er ekki verið að spjalla um umhverfisvernd á öllum sviðum:) Það er einhvern vegin eins og að þjóðmála umræðan á klakanum (og ekki bara þar) sé að verða eins og skriftirnar frægu, biblían og kóranin, algjör þvættingur, til dæmis, hvað varðar mig um hvernig aðrir ríða og í hvaða göt þeir pota og á hverjum, ekki fer ég að leyfa neinum að skifta sér af því hverjum ég ligg með eða hvort það er karl eða kona, það er algjörlega mitt og einskis annars, það er eins og að allir séu að leita að einhverju hjá öðrum en sjálfum sér, og samnefnarinn er þú ert ekkert betri en ég, það er kanski komin tími til að stofna meðferðar heimili fyrir þjóðfélög í heild og hafa spéspegla sem smátt og smátt breytast í sanna veruleikamynd, náttúrulega verður þetta að vera hægur prósess, en spurningin er hvort að móðir jörð hafi tíma til að bíða á meðan manneskjan nær því skrefi að þora að sjá sjálfa sig á þess að kikkna?
Jæja, nú er ég búin að ausa úr mér, smá tipps að lokum, kíkið á þetta, http://youtube.com/profile?user=sjoveikur
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.