11.5.2007 | 01:49
Huva Suomi, Eiki er dauður, eða var það lagið sem er dautt?
Það er dálítið gaman að lesa hvað skrifað er eftir útsópið á laginu sem Eiki kallinn söng, við höldum með okkar fólki hvað sem á gengur, lélegt lag eða ekki, helvítis dómarinn:) Eiki er góður, engin spurning, en lagið er drasl, á því þurfum við ekki að tyggja svo mikið lengur, það er bara að kyngja því og kúka, það eru örugglega margir sem greiða atkvæði eftir skildleika í þessari keppni, alveg eins og í pólitíkinni á Íslandi, en ég trúi því að flestir sem hafa gaman að músík velji lög sem þeim fynnst eitthvað varið í, að sjálfsögðu eru til símtöl sem hringjast inn frá sömu símum í hundraða ef ekki þúsunda tali, alveg eins og þegar Americanædolið íslenska var að spila trúð fyrir kanana, þá var það nú í fína lagi ef ég man rétt, meira að segja afsláttur á símtalið hjá vissum síma fyrirtækjum á klakanum:)
En er ekki þetta bara enn ein sönnun á innavel í músíkinni á klakanum, það eru gamlar freigátur sendar fram í stríðið með lög skrifuð af útvöldum (kanski rétt ættuðum) snillingum, bara alveg eins og á Alþingi:) og árangurinn verður indústrí popp af þreyttara taginu, ekkert gaman, gamla þreytta knæpan og allir eru sexý eftir nokkra bjóra eða kampavín og smá kóla í trýnið, eins og slúðrast hefur um fréttamanna partýin í Suomi, uppgjafa músíkmenn og konur að segja nútíma tónlistarflytjendum hvernig maður á að vera og hafa sér á sviði, hommatittir að kenna fólki hvernig það á að líta út og júðar halda í samningamálin um hver fær kontrakt, svo segja fréttir hér í útlandinu, hvað veit ég,? en hinsvegar þá eru til dæmis fréttir og umskrif um Björk á öllum síðum allra blaða á Íslandi sem segja að hún sé að meika það big time eftir því sem erlendir frétta miðlar skrifa,? Ég get bara ekki fundið sumar af þessum fréttum, samt leita ég af forvittni, hvernig ætli sölusummurnar séu? og ekki heirir maður hana spilaða heldur, allavega ekki miðað við hvað sagt er í íslenskum fréttum, en hún skálar við Vigdísi og það er flott og þá er náttúrulega ástæða að setja það í blöðin, það er kanski að hugsa um að gefa öðrum séns að senda inn lög en þeim sem þegar eru á samningi við þá sem ráða, það er aldrei að vita hvað skeður og það er einmitt sjarminn við þessar keppnir og allar keppnir, það er spenningurinn, lítið gaman að horfa á leiki með fyrirfram vituð úrslit vegna fjárstyrks annars aðilans, ein og oft er orðið í dag, það er allt á bremsunni virðist mér og engu má breyta.
Til hamingu Ísland, það verður kanski uppboð á hallærislegum leðurrokkaragalla sem sexappíl hefur svittnað í undir gráðugum augum gamalla fréttakerlinga í Helsinki.
Eiki var flottur í fyrirspjallsþáttunum, höfum hann þar, allavega þangað til þið burstið rikið af gömlum Drýsil lögum sem náðu aldrei þeirri spilun sem þau áttu skilið, þá var nefnilega ekki Eiki í klíkunni, en þá var hann virkilega á réttum stað í músíkinni ásamt félugum sínum þar.
Palli Welding
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.