Fyrst ég er í stuði, þá---

Ætla ég að leifa mér að gagnrýna þetta með "nýbyggjaútvarp"

Það eru stór mistök að mínu mati og ég met rétt!

Það er vandamál í flestum löndum sem hafa marga "nýbúa" hjá sér að þeir skilja ekki tungumálið sem talað er í landinu og hafa til dæmis allar hinar norðurlanda þjóðirnar rekið sig harkalega á þennan vanda, fólk er latt og nennir ekki að hafa fyrir hlutunum ekki endilega "nýbúar" heldur fólk almennt, að geta ausið úr skálini án þess að læra það veldur streitu fyrr eða síðar, og það er á Íslandi þekkt vandamál að enskumælandi eiga erfitt með að koma sér inn í íslenskuna, það eru allir tilbúnir að tala ensku við þá, ég á einn mág sem er í þessari klípu og hann hefur kvartað undan því, hann lýsir því þannig, að þegar hann byrjar að stönglast á þeirri lélegu "nýbúa" íslensku sinni sem hann ræður yfir, þá nennir fólk ekki að gefa honum séns svo áður en langt um líður í samræðum þá spjalla allir ensku við hann, og ekki snúið út úr þeim málum, síðan þegar hann mætir til vinnu aftur og allir sem við efnið eiga vita að hann er tjalli, nú, þá er það enska sem ræður allir kunna jú ensku segir hann, "I´m in deep shit" .

Svo það er klárlega mín skoðun, að ef þetta fólk á ekki að einangrast frá þjóðinni, þá er nú klókast að stoppa þessa "stór sniðugu tilraun" og hjálpa þeim að verða Íslendingar sem tala og skilja íslensku, annars verða þeir ekki Íslendingar, bara útlendingar á Íslandi og allir þreytast á gestum sem stoppa of lengi.

Æl sjóveikur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband